Divergent 1, 2 og 3Við fáum fjölmargar fyrirspurnir um síðustu bókina í Afbrigði/Divergent-þríleik Veronicu Roth. Hvort hún komi ekki örugglega út á íslensku og þá HVENÆR!

Það verður að segjast að bók 2, Andóf, endaði á ystu nöf og það er erfitt að bíða rólegur eftir framhaldinu. En örvæntið ekki! Þýðandinn okkar frábæri, Magnea J. Matthíasdóttir, lýkur verkinu á næstu vikum. 

Það þýðir að Arfleifð er væntanleg í bókaverslanir strax í október!

Við bíðum spennt!

Þangað til má svo dunda sér við að skoða stiklur úr bíómyndinni, endurlesa Afbrigði og Andóf eða fylgjast með nýjustu fréttum á Facebooksíðunni

Arfleifð – Divergent bók 3
Tagged on: