Kristborg Bóel Steindórsdóttir
Ég heiti Kristborg Bóel Steindórsdóttir er ýmist kölluð, Kristborg, Bóel, Kristborg Bóel eða Krissa. Ég er 42 ára, sjálfstæð móðir fjögurra barna á aldrinum fjögurra til tuttugu og tveggja ára.
Ég er með BEd próf í grunnskólakennslu frá Kennaraháskóla Íslands og diplómagráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Ég hef alla tíð skrifað mikið og hefur það æxlast þannig að ég hef unnið við blaðamennsku síðastliðin átta ár og er í dag blaðamaður hjá Austurglugganum, sem er héraðsfréttablaðið á Austurlandi og Austurfrétt, sem er netmiðill sama svæðis.
Sjálfsrækt á hug minn allan þessi misserin og vinn ég að því hörðum höndum að verða besta útgáfan af mér sjálfri til þess að geta gefið af mér til þeirra sem standa mér næst.
Heimasíðan mín https://kristborgboel.is/