Þröstur Jóhannesson
Þröstur Jóhannesson fæddist 2.janúar 1969, sonur húsmóðurinnar Ásdísar Óskarsdóttur og útgerðarmannsins Jóhannesar Gunnars Jóhannessonar.
Þröstur ólst upp í Keflavík, nánar tiltekið Austurbrautinni, gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla og loks í Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Samhliða almenna námi stundaði Þröstur nám í tónlistarskóla Keflavíkur og nam klassískan gítarleik.
Hann vann í saltfiskverkun föður síns allan námsferilinn og hélt síðan vestur á Ísafjörð og hóf störf þar. Samhliða því að mennta sig meira í klassískum gítarleik starfaði hann sem gítarkennari og kenndi við tónlistarskólann á Ísafirði, ásamt því að laga net hjá Fjarðanetum og nema netagerð.
Þröstur byrjaði snemma að fást við laga og ljóðasmíðar og önnur ritstörf. Fyrstu tækifærin á tónlistarsviðinu voru að spila undir hópsöng á KFUM og K fundum en eftirmálar pönkbyljunnar, í súrrealísku blandi við Hank Williams, beindu huga hans í aðrar áttir og hann hóf að spila með hljómsveitum. Sú fyrsta hét Trassarnir en á eftir fylgdu hljómsveitirnar: Ofris, Vonlausa tríóið, Texas Jesús, Hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn og Unaðsdalur.
Fyrstu ritsmíðar Þrastar birtust í ljóðaformi á hljómplötunni Skjól í skugga með hljómsveitinni Ofris árið 1987. Sagan af Jóa er fyrsta skáldsaga hans.