Lumar þú á handriti

Við erum alltaf að leita að vönduðum og áhugaverðum bókum fyrir börn, unglinga og ungmenni. Ef þú lumar á handriti sem gæti átt heima hjá Bókabeitunni væri gaman að heyra frá þér.

Skilvirkasta leiðin er að senda okkur tölvupóst á handrit@bokabeitan.is.

Gott er að fá kynningu á handritinu og höfundi ásamt handritinu í viðhengi.
Það er góð regla að fá yfirlestur og ábendingar áður en handrit er sent til útgefanda.
Það er líka góð regla að senda handrit á einn útgefanda í einu.

Ef okkur þykir handritið eiga heima í Bókabeitufjölskyldunni þá boðum við höfund á fund og ræðum næstu skref.
Ef handritið hentar einhverra hluta vegna ekki til útgáfu hjá Bókabeitunni þá látum við vita af því, eins fljótt og auðið er. Því miður sjáum við okkur ekki fært að gefa ábendingar eða athugasemdir með handritum sem hafnað er.