Hrollur - Goosebumps

890 kr

Title

R.L. Stine hefur skrifað rúmlega 120 bækur í hinni gríðarvinsælu Goosebumps seríu. Nú koma þær loksins út í íslenskri þýðingu undir heitinu HROLLURBækurnar eru þægilegar aflestrar á vandaðri íslensku og gríðarlega spennandi! 

Hrollur 1: Kvikmyndin
Zach er nýfluttur í fámennan og nauðaómerkilegan smábæ úr hringiðu New York-borgar. Fljótlega kemst hann að því að það er eitthvað undarlegt á seyði í húsinu við hliðina og nágranni hans, Hanna, er í hættu. Þegar hann reynir að bjarga henni leysir hann óvart úr læðingi öll skrímsli og óverur sem faðir hennar, rithöfundurinn R.L. Stine hefur skapað.

Nú þurfa Zack, Hanna og Stine að koma skrímslunum aftur í bækurnar sem þau tilheyra, áður en heimurinn allur leggst í rúst. Það ætti ekki að vera mikið mál með höfundinn sjálfan sér við hlið.

Er það nokkuð?

Hrollur 2: Hefnd garðdverganna
Pabbi Jóa og Mindýjar elskar yfirgengilegt garðskraut. Systkinin og mamma þeirra hlæja góðlátlega að bleiku flamengóunum og plastskunkafjölskyldunni en þegar pabbi kemur með tvo ljóta garðdverga fara undarlegir hlutir að gerast. Á næturnar, meðan allir eru í fastasvefni, er einhver á ferli fyrir utan húsið þeirra. Einhver sem hvískrar kvikindislega. Einhver sem eyðileggur matjurtagarð nágrannans og vinnur alls konar skemmdarverk.

Það er auðvitað ekki fræðilegur möguleiki að kjánalegt garðskraut valdi öllum þessum usla?

Er það nokkuð?

Hrollur 3: Sá hlær best … 
Þegar Linda eignast forláta búktalarabrúðu verður hún fljótlega fær búktalari en brúða tvíburasystur hennar, Kristu, lætur ekki að stjórn. Eða svo segir Krista. Það vita jú allir að það er búktalarinn sem stýrir dúkkunni.

Búktalarabrúður geta ekkert stjórnað sér sjálfar.

Er það nokkuð?

Hrollur 4: Draugaströndin
Systkinin Teitur og Tara eru í sumarfríi hjá frænku sinni og frænda. Niðri við strönd finnur Teitur helli sem hann langar að kanna en nágrannakrakkarnir segja að það sé stórhættulegt. Í hellinum búi nefnilega þrjú hundruð ára gamall draugur sem birtist bara á fullu tungli!

Teitur veit að þetta er tilbúningur því draugar eru að sjálfsögðu ekki til.

Er það nokkuð?

Hrollur 5: Gættu hvers þú óskar þér …
Síðla kvölds í þrumuveðri og myrkri hittir Svala undarlega konu. Konan er villt en Svala ratar um hverfið og vísar henni til vegar. Í þakkarskyni veitir konan henni þrjár óskir. Svala hefur tækifæri til að láta alla sína drauma rætast og lætur alla varkárni lönd og leið.

Það getur nefnilega ekkert klikkað þegar maður fær óskir sínar uppfylltar.

Er það nokkuð?

Hrollur 6: Besti vinur minn er ósýnilegur
Sölvi Jakobs elskar vísindaskáldsögur og drauga. Foreldrum hans þykja það kjánaleg áhugamál. Þau eru vísindamenn sem trúa bara á sannarlegar staðreyndir. Sölvi kynnist strák sem er ekki hægt að sanna að sé til. Strák sem hangir í herberginu hans, borðar matinn hans og er almennt til vandræða. Sölvi þarf að losna við hann.

En hvernig losnar maður við einhvern sem er ósýnilegur?

Hrollur 7: Draugaskólinn
Tommi er nýfluttur í Brekkudal. Hann reynir eftir bestu getu að eignast nýja vini í Brekkudalsskóla. Skóla sem er svo stór að það er auðvelt að villast í honum – sem er nákvæmlega það sem gerist!

Tommi villist í skólanum og ráfar um dimma ranghala. Svo fer hann að heyra raddir. En raddir geta ekki borist innan úr veggjum.

Er það nokkuð?