Bækurnar Kepler62 eru samstarfsverkefni rithöfundanna Timo Parvela og Bjørns Sortland og myndskreytisins Pasi Pitkänen. Bókaflokkurinn telur sex titla og eru bækurnar skrifaðar til skiptis á norsku og finnsku. Erla E. Völudóttir þýðir úr báðum málum.

Bækurnar eru æsispennandi og gerast í náinni framtíð. Offjölgun mannkyns hefur orðið til þess að næstum allar auðlindir jarðar eru á þrotum. Mannfólkið berst í bökkum við að lifa af.

Bók 5: Veiran

Ólivía ljóstrar loksins upp leyndarmáli sínu og það er skelfilegt. Á jörðinni verða tölvur sífellt öflugri og eru þegar orðnar óstöðvandi.
Mannfólkið, sem er þeirra helsti keppinautur um orku, er tekið til fanga og drepið.
Til að lifa af þarf mannkynið að flýja Jörðina og koma sér fyrir á Kepler62.

Bók 4: Landnemarnir

Landnemarnir er fjórða bókin í hinum æsispennandi bókaflokki: Kepler62. Aðeins tvö af þremur skipum ná á áfangastað leiðangursins. Í ljósa kemur að plánetan er jafnvel enn lífvænlegri en nokkur hefði getað ímyndað sér. Eins og paradís í samanburði við hrjóstruga Jörðina sem krakkarnir flúðu. Landnemarnir ungu taka til við að koma sér fyrir en sjá fljótlega merki um að aðrar lífverur á plánetunni. Eru þær vinveittar þeim eða ekki?

Bók 3: Ferðalagið

Eftir erfiða þjálfun á leynilegri herstöð í Nevada eru aðalpersónurnar Ari, Jonni og María send af stað í lengsta ferðalag sem nokkur manneskja hefur tekið sér fyrir hendur. Með þeim í för eru níu önnur börn, sérvalin til að verða fyrstu landnemarnir á plánetunni Kepler62, 1200 ljósár frá jörðinni.
Ferðalagið sjálft er fullt af hættum en mögulega er mesta hættan um borð í einu geimskipinu …

Bók 2: Niðurtalningin

Börn um allan heim keppast að að klára þennan undarlega tölvuleik. María, 14 ára dóttir vellauðugs vopnaframleiðanda, notar óhefðbundnar leiðir til að klára leikinn og vinna. En vinna hvað?

Henni er flogið til Area 51 í Nevada þar sem hún er í fámennum hópi útvalinna barna. Krökkunum er ætlað að yfirgefa jörðina til að rannsaka og nema land á fjarlægri plánetur sem gæti mögulega verið lífvænleg. Area 51 er allt sem sagt er og meira til. María uppgötvar hvíslarann, veru frá annarri plánetu sem varar hana við að halda í geimferðina. En María virðist ekki hafa val …

Bók 1: Kallið

Hinn 13 ára gamli Ari lítur eftir Jonna, litla bróður sínum sem er smitaður af undarlegum vírus. Strákunum hefur tekist að verða sér út um nýja tölvuleikinn, Kepler 62, sem sagt er að nánast ómögulegt sé að klára. Saman tekst bræðrunum hið ómögulega og komast að því að Kepler 62 er meira en bara leikur.

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2