SagaumNottMorgunblaðið 7.desember 2013. Silja Björk Huldudóttir

Margt býr í myrkrinu

Saga um nótt ****

Texti: Eva Einarsdóttir.
Teikningar: Lóa Hjálmtýsdóttir.

Töfraland 2013. 24 bls.

Í Sögu um nótt segir af stúlkunni Sögu sem vill kvöld eitt ekki fara að sofa þar sem hún er hrædd við myrkrið og nóttina. Mamma hennar útskýrir fyrir henni að ekkert sé að óttast, þvert á móti séu bæði myrkrið og nóttin full af ævintýrum. Í framhaldinu fara mæðgurnar á flug bæði í máli og myndum. Þær skoða hina ýmsu líkamsparta sem þurfa að hvíla sig á nóttunni, velta vöngum yfir karlinum í tunglinu, ræða drauma, norðurljósin og næturdýr á borð við uglur og skjaldbökur. Hér er á ferðinni dásamlega falleg bók fyrir yngstu lesendurna. Texti Evu Einarsdóttur er góður og myndir Lóu Hjálmtýsdóttur yndislega heillandi.

Margt býr í myrkrinu