RokkurhaedirEins og áður segir er Rithöfundurinn aðeins dreginn fram svona spari. Við göngum svo langt að stinga af þegar við þegar skriftarþörfin er orðin óbærileg. Við köllum það „að fara í Rökkurhæðir“ því í þessum skriftarferðum má segja að við flytjum með allt okkar hafurtask í úthverfi Sunnuvíkur, hverfið við fjörðinn undir Hæðinni.

Vinnutíminn í Rökkurhæðum er líka alvöru. Ræs snemma morguns og ef músurnar eru með í för þá er skrifað langt fram eftir kvöldi.

Yfirleitt erum við að vinna hvor í sinni sögunni. Stoppum og ræðum framvindu, örlög og atburði og stundum þarf að greiða úr ansi stórum flækjum. Rökkurhæðir eru nefnilega helvíti flókið fyrirbæri. Þræðirnir eru svo margir að við þurfum virkilega að vera á tánum til að passa að persónurnar séu allar þar sem þær eiga að vera á réttri stundu.

Stærsti kostur Rökkurhæða er líklega sá að þær geta verið hvar sem er. Eina skilyrðið er að þar sé þokkalegt næði og að eina fólkið sem er með í för eru skáldaðar persónur okkar Mörtu. 

Kveðja úr Rökkurhæðum!

Rithöfundar í Rökkurhæðum
Tagged on: