ChildrensBookDay.KE_Þá eru niðurstöður sumarlestrarátaksins ljósar! Það er frábært að sjá hvað margir hafa verið duglegir að lesa og uppsafnaður blaðsíðufjöldi sumarsins er ansi góður!

Ótvíræður sigurvegari er þó Eir Ólafsdóttir, 13 ára, með samtals 21 bók og 7208 blaðsíður lesnar!

Hún hlýtur hér með titilinn Ofurlesari Bókabeitunnar 2015.  Jibbí!

Engin fjölskylda tók þátt sem heild (því miður) svo við brugðum á það ráð að veita í staðinn systkinaverðlaun. Þau fara til þeirra Gyðu og Friðriks Árnabarna fyrir mikinn lestrardugnað.

Loks fær Úlfhildur Ragna Arnardóttir aukaofurlesaraverðlaun í flokknum 10 ára og yngri. Hún las samtals 1808 blaðsíður sem verður að teljast ofurgott!

Við munum hafa samband við vinningshafana með tölvupósti en notum tækifærið hér og sendum þakkir til allra þeirra sem tóku þátt. Þetta var stórskemmtilegt verkefni sem verður endurtekið að ári.

Sigurvegarar í Sumarlestrarátaki Bókabeitunnar 2015