BokabeitanAndof630x300AndofAfbrigði eftir Veronicu Roth
Þríleikurinn Divergent eftir hina ungu Veronicu Roth hefur notið mikilla vinsælda um heim allan. Bækurnar hafa verið þýddar á hátt í þrjátíu tungumál og sitja (eða hafa setið) á öllum stærstu vinsældalistum. Lokabók þríleiksins, Allegiant, kom út 22. október sl. og rauk beint í 4. sæti metsölulista Amazon. Fyrsta bókin, Divergent, hefur hlotið titilinn Afbrigði á íslensku og önnur bókin ber titilinn Andóf (sjá neðar á síðunni) og áætlað er að þriðja bókin komi út á íslensku í októberbyrjun 2014.

Bækurnar eru fáanlegar í eftirfarandi vefverslunum og svo hjá öllum betri bóksölum:

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2

 

 

 

AFBRIGÐI (Divergent, bók 1)
Afbrigði Afbrigdi kiljaSögusviðið er Chicago-borg framtíðarinnar. Þjóðfélaginu hefur verið skipt í fimm fylki sem hvert um sig endurspegla gjörólík lífsgildi, venjur og siði, til þess að allt gangi smurt og öllum líði vel en einnig til að hafa hemil á íbúunum og halda reglu.

Fylkin eru:
Bersögli – hin hreinskilnu
Ósérplægni – hin óeigingjörnu
Hugprýði – hin hugrökku
Samlyndi – hin friðsælu
Fjölvísi – sem meta visku ofar öllu

Aðalpersóna bókanna, Beatrice, elst upp í Ósérplægni þar sem meðlimum er kennt að þeirra þarfir skuli alltaf koma á eftir þörfum annarra. Á Valdeginum þurfa allir 16 ára einstaklingar að velja sér hvaða fylki þeir vilja tilheyra það sem eftir er ævinnar. Valið er mörgum auðvelt en sumum reynist erfitt að fella sig við gildi eigin fylkis. Beatrice þarf að gera upp á milli fjölskyldu sinnar og eigin sannfæringar. Í kjölfarið tekur við hörð barátta um að komast af, finna vini sem hægt er að treysta og varðveita lífshættulegt leyndarmál sem hún býr yfir.

Smelltu hér til að lesa fyrstu kaflana í Afbrigði. 

ANDÓF (Divergent, bók 2)

Andof kiljaAndofÓróleikinn milli fylkjanna vex stöðugt. Árekstrar hugmyndafræði þeirra verða sífellt tíðari og ofbeldisfyllri og stríð virðist óumflýjanlegt.
Til þess að lifa af hrottafengna árás á fjölskyldu sína og fyrrverandi heimkynni þurfti Tris Prior að gera hræðilega hluti sem hún á erfitt með að sætta sig við. Vegna nagandi sektarkenndar og óbærilegrar sorgar yfir þeim sem hún hefur misst verður hegðun hennar sífellt glæfralegri. Til að komast að sannleikanum um samfélagið sem hún býr í þarf Tris að átta sig á því hvað felst í því að vera Afbrigði. Hún þarf á öllum sínum styrk að halda … því framundan eru erfiðar ákvarðanir.

Rúmlega 320.000 notendur á Goodreads gáfu bókinni 4½ stjörnu af 5 mögulegum (febrúar 2014).

„Í þessu áleitna framhaldi af Afbrigði (Divergent) steypist hrjóstrug Chicagoborg framtíðarinnar í borgarastyrjöld. Hver höndin er upp á móti annarri, þú munt ekki geta lagt hana frá þér fyrr en þú klárar.“ KIRKUS REVIEWS

„Roth kann að skrifa. Flókin fléttan, ástarsagan og ógleymanleg umgjörðin skapa sögu sem mun ekki svíkja aðdáendur fyrstu bókarinnar.“ PUBLISHERS WEEKLY

Smelltu hér til að lesa fyrstu kaflana í Andófi. 

ARFLEIFР(Divergent, bók 3)

Fylkjakerfið sem Tris Prior fæddist inn í er í upplausn. Ofbeldi og valdabarátta, tortryggni og missir hafa splundrað samfélaginu og þegar ArfleifdTris fær tækifæri til að kanna heiminn utan borgarinnar grípur hún það fegins hendi. Kannski eiga þau Tobias möguleika á að skapa sér líf utan girðingarinnar … líf án lyga, svika og sárra minninga.

En veruleikinn utan borgarmarkanna er enn skelfilegri en nokkuð sem hún hefði getað ímyndað sér. Sannleikurinn kollvarpar öllum hennar áformum og krefst þess að Tris taki erfiðar ákvarðanir. Ákvarðanir sem munu reyna á hugrekki, hollustu, fórnfýsi og ást.

Smelltu hér til að lesa fyrstu kaflana í Afbrigði.

Bækurnar eru þýddar af Magneu J. Matthíasdóttur sem hefur m.a. þýtt Ljósaskipti Stephanie Meyer og Hungurleikana eftir Suzanne Collins.

Divergent_movie

Í mars 2014 var kvikmyndin Divergent frumsýnd í SAMbíóunum. Shailene Woodley leikur Beatrice, Theo James leikur
Four, Miles Teller leikur Peter og Kate Winslet fer með hlutverk hinnar kaldranalegu Jeanine Matthews.