Djöflastríðið eftir Kenneth Bøgh Andersen
Þýðandi: Harpa Jónsdóttir

Djöflastríðið er bókaflokkur eftir danska metsöluhöfundinn Kenneth Bøgh Andersen. Bækurnar standa nokkuð sjálfstæðar en fjalla allar um Filip Engils og viðskipti hans við þau í neðra.

Lærlingur djöfulsins
Filip er ósköp venjulegur strákur. Reyndar er hann ekkert svo venjulegur því að hann er alltaf kominn aðeins á undan í skólabókunum sínum, hann vaskar alltaf upp og fer út með ruslið þegar mamma hans biður hann um það og hann lýgur aldrei. Aldrei. Ekki einu sinni til að hylma yfir með eina vini sínum. Fyrstu kynni hans af Djöflinum og þegnum  hans eru þegar Filip er í 7. bekk. Hann er fórnarlamb mesta hrotta skólans og í viðureign þeirra lendir Filip fyrir bíl og deyr. Það kemur þessu gæðablóði illa á óvart þegar hann áttar sig á því að hans bíður vist í Helvíti.

Smelltu hér til að lesa fyrstu fjóra kaflana í Lærlingnum

Teningur Mortimers
Filip er kominn aftur heim eftir ævintýri sín sem lærlingur Djöfulsins. Hann saknar Satínu, Skuggaskeggs og hinna vinanna og gleðst því mikið þegar hann er kallaður til baka, þó ástæðan sé ekki góð.
Undirheimarnir allir og lífið sjálft er nefnilega í uppnámi. Teningi Mortimers hefur verið rænt sem veldur því að allar manneskjur fæðast ódauðlegar. Mortimer þarfnast hjálpar og Filip semur við hann um laun sem eru upp á líf og dauða.

Smelltu hér til að lesa fyrstu þrjá kaflana í Teningnum 

Djöflastríðið fæst hjá eftirtöldum söluaðilum og öllum betri bóksölum landsins:

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2

 

 

 

Teningurinn fékk Orla-prisen – besta fantasían 2009

Lærlingur djöfulsinsTeningurinn