Sunna er að ljúka vorprófum í 10. bekk. Fram undan er áhyggjulaust sumar og handan þess spennandi tíma rmenntaskólaáranna. Kvöldið sem krakkarnir fagna próflokunum hittir Sunna Bigga, sætasta strákinn í bekknum. Þau eyða nóttinni saman heima hjá Sunnu.

Þegar líður á haustið breytist allt lífið þegar hún kemst að því að nóttin hefur haft afleiðingar.

Ragnheiður Gestsdóttir er löngu kunn fyrir bækur sínar og myndskreytingar. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir bæði texta og myndskreytingar, til dæmis Norrænu barnabókaverðlaunin, Dimmalimm verðlaunin og Sögustein.

forlagid2