Hvað gerist þegar mamma og pabbi, sem eiga tvo káta hunda og einn lúmskan kött, taka blindan lunda í fóstur? Jú, það verða uppi loppur og sundfit! Bráðskemmtileg saga eftir höfund bókanna um ærslabelginn Korku – og hér eru það dýrin sem segja frá. Ríkulega myndskreytt og einnig fáanleg á ensku.

Höfundur: Ásrún Magnúsdóttir
Kápa og myndskreytingar: Iðunn Arna