Í hárri elli miðlaði Auðna sögu foreldra sinna og systra, en allar áttu  þær örlagaríka ævi þó þær hafi leitað á ólík mið. Ein giftist erlendum manni og flutti úr landi, önnur fór aldrei að heiman og sú þriðja hlaut grimm örlög þó þau væru ekki óvænt.

Inn á heimilið kom lítill drengur eftir að foreldrar hans voru handteknir fyrir njósnir í seinni heimsstyrjöldinni. Síðar ættleiddu foreldrar Auðnu stúlku og ólu hana upp sem eina af dætrum sínum. Hún komst ekki að sannleikanum um uppruna sinn fyrr en mörgum árum síðar.

Auðna er fyrsta bók Önnu Rögnu Fossberg Jóhönnudóttur. Hún byggir söguna á raunverulegum atburðum í lífi íslenskrar fjölskyldu og teiknar upp atburðarás sem er lyginni líkust.

 

EymundssonHeimkaup logo PNGBMMforlagid2