Í dag 16. febrúar, á fæðingardegi Björns Daníelssonar, koma út bækur hans: Puti í kexinu, Strandið í ánni og Krummahöllin.
Björn (1920-1974) var skólastjóri á Sauðárkróki á árunum 1952-1974. Honum var mjög umhugað um lestrarnám nemenda sinna. Auk blaðagreina, útvarpsefnis og ljóðabókar skrifaði hann nokkrar bækur ætlaðar byrjendum í lestri þar sem áherslan var lögð á einfalt mál og stutt og auðskilin orð. 
Bókabeitan, í samvinnu við fjölskyldu og vini Björns, hefur nú ráðist í að endurútgefa þrjár af bókum Björns sem ætlaðar eru börnum.

Við Bókabeitur þökkum fyrir samstarfið, það hefur verið yndislegt að fá að taka þátt í þessu verkefni. 

Krummahollin

Puti_i_kexinu Strandid_i_anni

Bækur Björns Daníelssonar