Síðasta vetrardag hlaut bókin Eleanor og Park barna- og unglingabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur sem besta þýdda bókin.

Eleanor og ParkÍ umsögn dómnefndnar segir meðal annars um Eleanor og Park:

„Eleanor og Park hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga erlendis og dýrmætt þegar slíkar bækur rata inn í íslenskt málsamfélag og verða hluti af því. Það er vandaverk að skrifa bók í nútímanum fyrir nútímaunglinga á trúverðugu orðfæri unglinga fyrir tuttugu árum á þann hátt að textinn virki hvorki framandi né klisjukenndur. Þegar bætist svo í ofanálag að þýða sama texta yfir á annað tungumál verður málið enn snúnara. Þeim Mörtu Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu Hassell tekst einstaklega vel að ná þessu takmarki án þess að það sé á kostnað læsileika og flæðis textans.“

 

Barna- og unglingabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur
Tagged on: