bogbbuslaogblaerÞegar ímyndunaraflið fær að leika lausum hala getur allt gerst! Blær og Busla fara út í búð að kaupa mjólk í afmæliskaffið. Á vegi þeirra verða snarbrött fjöll og flókið völundarhús, frumskógardýr, bergrisar og aðrar furðuverur. Hversdagsleg búðarferð endar sem æsispennandi ævintýri í þessari gullfallegu og bráðskemmtilegu bók.

Aðalpersónan heitir Blær og algjörlega kynfrjáls. Það er því lesandans að ákveða hvort Blær er strákur, stelpa eða eitthvað annað. Bókin gefur mýmörg tækifæri til umræðna um ímyndunaraflið, ævintýrin og allir ættu að geta samsamað sig aðalpersónunni.

Höfundar Búðarferðarinnar eru þær Bergrún Íris og Ósk Ólafsdóttir

Bækurnar fást hjá öllum betri bóksölum:

Heimkaup logo PNG

EymundssonBMMforlagid2

2