Doddi: Ekkert rugl!

Munið þið eftir fyrri bókinni um mig?
Í þessari bók held ég áfram að fjalla um æsilegt líf mitt og vina minna. Til dæmis fjalla ég um:

* Þegar hitastigið í sambandi okkar Huldu Rósar fór niður að frostmarki.
* Áhyggjur mínar af sambandi mömmu við dularfullan útlending.
* Árangur minn á sviði skordýrafræða og glæsilega framkomu í sjónvarpsþætti.
* Þátttöku í brjóstabyltingu.
* Þegar lögreglan handtók mig á Austurvelli

Doddi – Ekkert rugl! er sjálfstætt framhald bókarinnar Doddi – Bók sannleikans! sem fékk frábærar viðtökur og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.

Spennandi og ótrúlega fyndin bók um íslenska unglinga eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur.
Elín Elísabet Einarsdóttir myndskreytti.

doddi

Doddi – Bók sannleikans! er hressandi, spennandi og sjúklega fyndin unglingabók eftir verðlaunahöfundana Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur, myndskreytt af Elínu Elísabetu Einarsdóttur.

Til lesenda þessarar bókar:
unglingabokÞað flókið að finna almennilegar unglingabækur. Sumar eru of þykkar en aðrar of ævintýralegar eða gerast í fornöld.

Þessi bók er ALLS EKKI þannig.
Hún fjallar um líf mitt. Ég er fjórtán ára og á mér aðallega tvö áhugamál; skordýr og kvenfólk. Besti vinur minn Pawel á sér líka tvö áhugamál; Evrópusambandið  og stærðfræði ( ég veit!).

maurÍ þessari bók er sagt frá ýmsum æsandi viðburðum úr lífi mínu, við sögu koma meðal annars sólarlandaferð, hrekkjavökupartý, skordýr og þúsundfætlur, Tindertilraunir mömmu minnar, ólögleg viðskipti við glæpakvendi og fegursta stúlka Íslands.

– Doddi (tilvonandi heimsfrægur skordýrafræðingur).

Bókin fæst í eftirfarandi vefverslunum og hjá öllum betri bóksölum. Doddi: Bók sannleikans! er líka fáanleg sem rafbók.

EymundssonHeimkaup logo PNGBMMforlagid2

ebaekur-logo

amazon