Þetta fékk Bókabeitan sent frá ánægðri ömmu:

„Ég á barnabarn, stúlku á fimmtánda ári.  Hún er lesblind og á erfitt með að lesa og halda athygli.  Þá datt mér í hug að lána henni bækur ykkar þar sem þær eru spennandi og ekki of langar.  Og viti menn – hún les hverja bókina á fætur annarri með miklum áhuga og lesefnið heldur henni algjörlega fastri svo hún getur ekki hætt!!  Henni þótti bók númer tvö enda allsvakalega og sorglega – hún las til að verða fimm í nótt!“

Svona athugasemdir ylja svo sannarlega og þökkum við ömmunni kærlega fyrir að gefa sér tíma til að senda okkur línu.

Frá ánægðri ömmu