Sunnudaginn 20. maí 2012, fengu höfundar Rökkurhæða afhenta Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar.

Viðurkenningin er veitt einstaklingum eða stofnunum fyrir framlag til barnamenningar. Í ár hlutu Marta Hlín og Birgitta Elín viðurkenningu fyrir framlag sitt til bókmennta fyrir bækurnar um krakkana í Rökkurhæðum, Sinfóníuhljómsveit Íslands fékk viðurkenningu fyrir tónleikaröðina Litli tónsprotinn þar sem yngstu tónlistarunnendurnir fá einstakt tækifæri til að kynnast töfrum tónlistarinnar og Leikhópurinn Lotta fyrir frábært leikstarf fyrir börn á öllum aldri.


Höfundar Rökkurhæða fá Vorvinda IBBY