Árið 2018 fluttist rithöfundurinn John Green búferlum og býr nú hjá Björt bókaútgáfu – Bókabeitunni. Fyrsta bókin sem kemur út eftir hann hjá okkur nefnist Skjaldbökur alla leiðina niður og er sú fyrsta sem hann sendir frá sér síðan 2012. Bókin var honum erfið því hún fjallar um málefni sem er honum mjög tengt eða um áráttu-þráhyggju og kvíða. Hann hefur sjálfur glímt við áráttu-þráhyggju sem er bæði ástæðan fyrir því að hann vildi skrifa þessa bók og ástæðan fyrir því að það var erfitt fyrir hann að skrifa bókina.

Aza ætlaði aldrei að velta sér upp úr ráðgátunni um horfna milljarðamæringinn Russell Pickett en hún þekkir eldri son hans, Davis. Svo eru verðlaun fyrir upplýsingar hundrað þúsund dalir og besta vinkona Özu vill ólm að þær rannsaki málið.

Aza reynir. Hún reynir að vera góð dóttir, góður vinur, góður námsmaður og kannski meira að segja góður spæjari en það er erfitt þegar óboðnar hugsanirnar þrengja sífellt að.

Þetta er nýjasta bók John Green, sem er einn vinsælasti ungmennabókahöfundur samtímans.

Þýðendur: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir

 

John Green í 60 minutes: