LeiðinnKamilla Vindmylla og leiðinn úr Esjunni eftir Hilmar Örn Óskarsson

„Leiðindin eru á leiðinni,“ heyrist tuldrað úr iðrum Esjunnar.
Hvað er hægt að gera þegar fólk tekur upp á því að verða leiðinlegt með eindæmum?
Kamillu Vindmyllu finnst það alls ekki dæmigert og eiginlega alveg dæmalaust ef út í það er farið.
Sérstaklega þegar hún tekur eftir leiðindum í sínu eigin fari og í fari vina sinna.
Hin rækilega hressa Kamilla Vindmylla býst því til varnar ásamt félögum sínum og hinum sérvitra Elíasi Emil gegn glænýrri ógn sem ætlar sér að eyða allri gleði, hvar svo sem hún kann að finnast.

Meira um Kamillu Vindmyllu og félaga hér.