Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur var rétt í þessu að bæta á sig enn einni skrautfjöðurinni: Tilnefningu til Norrænu barna- og unglingabókaverðlaunanna.

KoparborginMontTilnefningarnar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu að morgni 6. apríl. Koparborgin er önnur tveggja titla sem tilnefndir eru fyrir Íslands hönd, hin er bókin Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson.

Koparborgin var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, til Barna- og unglingabókaverðlauna Reykjavíkur, hún var valin besta barnabók ársins 2015 af starfsfólki í bókaverslunum og svo er hún núna tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna.

TIL HAMINGJU RAGNHILDUR!

Koparborgin