Lífið í lit er um liti og mikilvægi þeirra fyrir okkur mannfólkið.

Hið náttúrulega umhverfi mannsins er litríkt og við erum líffræðilega löguð að því að skynja og lesa í liti. Undanfarna áratugi hafa litirnir hins vegar vikið fyrir svörtum, hvítum og gráum tónum í sífellt meira mæli. Borgir og bæir verða litleysinu að bráð. Í Lífið í lit er fjallað um þessa þróun og áhrif hennar sett fram á sjónrænan hátt.

Í Lífið í lit er líka fjallað um val á litum fyrir heimilið. Áherslan er á persónulegan stíl sem stenst tímans tönn frekar en að fylgja hverri einustu tískusveiflu og skipta öllum innanstokksmunum út á nokkurra ára fresti. Litið er inn á fimm heimili þar sem litir eru notaðir á meðvitaðan hátt – fimm raunveruleg heimli þar sem viskastykki og dagatöl hanga frammi í eldhúsinu, reiðhjólahjálmum hefur verið slengt á hillu í forstofunni og teikningar barnanna liggja í bunkum hér og þar. Í litríkum rýmum getur draslið nefnilega alveg fallið að litapallettunni!

Höfundur bókarinnar er Dagny Thurmann-Moe, litasérfræðingur og eigandi Dagny Fargestudio í Osló.

Þýðandi er Guðrún Lára Pétursdóttir

Lífið í lit er líka að finna hér:

 

 

Bókin er fáanleg hjá öllum betri bóksölum:

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2