Þar sem styttist í jólin ætlum við að setja inn metsölulista vikulega fram að jólum. Það er helst að frétta að Amma óþekka trónir á toppnum. Bókin er uppseld hjá útgefanda en eitthvað af eintökum eru enn til í verslunum um land allt. Svo er ungmennabókin Violet og Finch stokkin í annað sæti enda virkilega fín saga fyrir ungmenni á öllum aldri. Kamilla Vindmylla ætti að vera flestum kunn, sem og Rökkurhæðir en Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur skýtur sér beint í fjórða sætið. Koparborgin hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna í vikunni – til hamingju Ragnhildur!

Amma óþekka
1. Amma óþekka og tröllin í fjöllunum
2. Violet og Finch
2. Violet og Finch
kamilla Vindmilla kapa copy
3. Kamilla Vindmylla og unglingarnir í iðunni
Koparborgin
4. Koparborgin
Atburdur
5. Rökkurhæðir 7: Atburðurinn
Metsölubækur nóvembermánaðar