Næturdýrin eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Ragnheiði Gröndal

Systkinin Lúna og Nói vita fátt skemmtilegra en að leika sér saman – líka á nóttunni! Foreldrarnir þurfa hins vegar sinn nætursvefn og örmagna af þreytu leita þau til prófessors Dagbjarts. Með hjálp prófessorsins uppgötva systkinin hið stórskemmtilega draumaland þar sem þau geta hoppað og skoppað í skýjaborgum en samt vaknað úthvíld.

Í þessarri gullfallegu barnabók sameinast kraftar tveggja einstakra listakvenna.

Báðar búa þær Ragnheiður Gröndal og Bergrún Íris yfir einstakri næmni sem endurspeglast í töfrandi tónum, heillandi teikningum og ljúfri sögu. Saman eru bókin og geisladiskurinn sannkölluð perla og ómetanlegt framlag inn í íslenska barnamenningu.

 

EymundssonHeimkaup logo PNGBMMforlagid2