3dfeimni3dletiErt þú stundum feimin/n og getur ekki gert það sem þig langar til? Getur verið að það séu feimnispúkar að trufla þig? Haddý lendir í basli með feimnispúkana sína en sem betur fer kann mamma ráð!

Ert þú stundum löt/latur og nennir ekki neinu? Getur verið að það séu letipúkar að fela sig í hárinu á þér? Stormur á í vanda með letipúkana sína en sem betur fer kann pabbi ráð!

Púkabækurnar fjalla á skemmtilegan hátt um ýmis vandamál sem börn (og fullorðnir) kljást við. Í Púkabókunum er vandamálið aðgreint frá barninu, barnið sjálft er ekki vandamálið heldur er vandinn utan við barnið og því auðveldara að átta sig á honum og takast á við hann. Í bókinni eru umræðuspurningar sem foreldrar/forráðamenn geta notað til að spjalla við barnið um efni bókarinnar.

Bækurnar eru fáanlegar hjá öllum betri bóksölum:

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2

 

 

feimnisHöfundar Púkanna eru Sigurlaug H. S. Traustadóttir og Lára Garðarsdóttir.

Sigurlaug er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og Púkabókunum nýtir hún reynslu sína af störfum með börnum, unglingum og foreldrum þeirra til þess að efla félags- og tilfinningaþroska barna. Lára gæðir púkana og aðrar persónur bókanna lífi á sinn einstaka hátt. Hún er menntaður teiknari og kvikari hefur starfað við alla helstu frásagnarmiðla.

Fræðin bakvið Púkabækurnar byggja á frásagnarnálgun. Þar er aðaláherslan á að vandamálið sé vandamálið, aldrei einstaklingurinn. Það að aðskilja vandamálið frá barninu er góð leið til að hvetja barnið til að takast á við vandann og vinna með hann eða eyða honum alveg.

letipukarFrásagnarnálgun hefur þróast vinnu með börnum og unglingum sem sækja fjölskyldumeðferð. Þessi aðferð hentar börnum vel því hún mætir þeim þar sem þau eru stödd og auðvelt er að aðlaga að þroska þeirra. Börn eru minna menguð af félagsmótun og eru opnari fyrir því að sjá kjarna málsins án þess aðrir þættir flækist fyrir. Börn eiga því oft auðveldara en fullorðnir með að tjá tilfinningar sínar eða útskýra skilning sinn. Púkabækurnar úthverfa vandann, vandinn er tekinn út fyrir barnið og í gegnum ímyndunarleik getur barnið skoðað vandann, hvaða áhrif hann hefur, og ákveðið hvernig er best að fást við hann.