Þrælskemmtilegar saga um Sólbjörtu Valentínu, Nóa bróður hennar og Húsið þeirra. Húsið með stórum staf af því það er svo sannarlega ein af persónum bókanna.

solbjort_2_3d_smallerSólbjört Valentína um Freyðiböð og dansandi hjólaskauta

Höfundur Irmgard Kramer

Hið háæruverðuga Hús er einmana því sumarfríinu er lokið og Sólbjört, Nói og Amír þurfa að fara í skólann. Húsið ákveður því að breyta sér í skóla en tekst að „týna“ Helenu, kennara barnanna. Sólbjört fer inn á baðherbergi að leita að Helenu en endar í einni fjölmennustu borg í heimi – New York.
Hvernig í ósköpunum á hún að fara að því að finna Helenu í öllum þessum mannfjölda?

Hér er komið sjálfstætt framhald bókarinnar Um frumskógarfugla og konunglegar nærbuxur sem vakti mikla lukku hjá lesendum árið 2015.

Þýðandi Herdís Hubner

 

solbjort_1_3d_smallerSólbjört Valentínaum frumskógarfugla og konunglegar nærbuxur

Höfundur Irmgard Kramer, myndir eftir Ninu Dulleck. Þýðandi Herdís Hubner.

Þrælskemmtileg saga um Sólbjörtu Valentínu, Nóa bróður hennar og Húsið þeirra. Húsið með stórum staf af því það er svo sannarlega ein af persónum bókarinnar.

Hugmyndarík og skemmtileg saga í frábærri þýðingu Herdísar M. Hübner

Þegar Húsið sem  Sólbjört Valentína keypti fyrir vasapeningana sína er í góðu skapi eru gluggatjöldin bleik, plönturnar blómstra og úr krönunum rennur bananamjólk. Í dag er Húsið hinsvegar í virkilega vondu skapi og þess vegna er allt þakið ryki og úr krönunum kemur bara edik eða gallsúr mjólk.

Húsið vill fána og engan venjulegan þjóðfána heldur fána úr silkimjúkum, konunglegum nærbuxum.

Sólbjört Valentína verður að taka til sinna ráða því annars hendir húsið fjölskyldunni á götuna!