Það sem dvelur í þögninni eftir Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur.

Í þessari ættarskáldsögu sækir Ásta Kristrún í sagnabrunninn sem hún er alin upp við til að varpa ljósi á magnað lífshlaup formæðra sinna. Sögusviðið er vítt og breitt um landið – meðal annars á Grenjaðarstað í Aðaldal, Hólmum í Reyðarfirði, Bessastöðum, Arnarfirði, Eyrarbakka og Reykjavík auk þess sem siglt er út fyrir landsteinana.
Fólkið sem fjallað er um var virkt í stjórnmála- og menningarsögu 19. aldarinnar og fram á þá tuttugustu. En í ástar- og hugsjónabaráttu stígur lífið einatt flókinn dans. Dramatískar sögur dvelja margar í þögninni, því sársaukinn sem mörgum þeirra fylgir hefur verið of erfiður til að horfast í augu við. Með bók sinni leggur höfundur sitt af mörkum til að draga sögu ættliðanna úr þagnarhyl aldanna. Að auki inniheldur bókin fjölda vandaðra mynda af fólki og sögusviðum.

Bókin spannar frásagnir formæðra sem teygja sig yfir rúmar tvær aldir. Töluverð breyting á menningu, lífskjörum og hugarfari á sér stað á svo löngum tíma á mörgum sviðum og endurspeglar ritstíll og tungutak bókarinnar þennan ólíka tíðaranda.

Þögnin, sem titill bókar vísar í, hefur margvíslega skírskotun; í sögu fólksins sem í kjölfar harðinda og vosbúðar beitti sér fyrir framförum í gegnum frelsisbaráttuna; í sögu kvenna og þeirra framlag og ekki síst í erfiðar upplifanir innan fjölskyldna en sú þögn verður oft áhrifavaldur sem viðheldur vanlíðan fram eftir kynslóðum.

Bókin er væntanleg í byrjun desember en er fáanleg í forsölu á Heimkaup.is:

Bókin fæst í eftirfarandi vefverslunum og hjá öllum betri bóksölum.

EymundssonHeimkaup logo PNGBMMforlagid2