Þórarinn Örn Þrándarson er fæddur í Reykjavík árið 1984. Raunverulegt líf Guðbjargar Tómasdóttur er hans fyrsta skáldsaga. Þórarinn útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2010 og starfar hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Á námsárunum ritstýrði hann 61. árg. Úlfljóts, tímarits laganema og bjó um tíma í Svíþjóð og Þýskalandi. Hann æfði frjálsíþróttir um árabil, þar sem hann kynntist unnustu sinni Maríu Birkisdóttur. Þau eru búsett í Reykjavík.