Rithöfundurinn James Patterson er mikill áhugamaður um lestur barna og unglinga. Eftirfarandi eru góð ráð fyrir foreldra til þess að hvetja börn til lestrar:

 • Ekki setja ábyrgðina á skólana
  • Það er þitt hlutverk að vekja áhuga barnanna þinna á bókum.
 • Lestu meira!
  • Því meira sem börnin lesa því betri lesendur verða þau.
 • Veldu bækur sem börnunum líkar.
  • Samkvæmt börnunum sjálfum er helsta ástæða þess að þau lesa ekki sú að þau finna ekki bækur sem þeim líkar. Besta leiðin til að kveikja áhugann er að gefa þeim bækur sem þau elska (ekki bækur sem þú vilt að þau elski).
 • Hvar er best að finna góðar bækur og fríar bækur?
  • Við Íslendingar eigum ekki mikið af vefsíðum sem sinna bóklestri barna og unglinga en síður eins og Barnung, og vefur Borgarbókasafnsins eru fínar og svo má benda á að starfsfólk bókasafnanna og bókaverslana er undantekningarlaust tilbúið að aðstoða við val á bókum.
  • Það er um að gera að prófa margt og gefast ekki upp, það geta allir fundið bók við hæfi.
  • Eitt af lykilatriðunum er að gefast ekki upp á fyrstu blaðsíðu. Ágæt regla er t.d. að það megi ekki dæma bókina sem leiðinlega nema vera búin/n að lesa að minnsta kosti 3 kafla (20 – 30 bls.).
 • Ekki vera með fordóma gagnvart bókum.
  • Frelsi (barnsins) til að velja sér lesefni er lykilatriði. Teiknimyndasögur, auðveldar bækur og erfiðar eru allar jafngildar. Það er í lagi að lesa sömu bókina aftur. Og aftur.
  • Ef barnið les eru meiri líkur á því að lestur verði hluti af venjum þess og þá skiptir ekki öllu máli hvaða bók verður fyrir valinu.
 • Ekki hræðast breytingar.
  • Taktu þátt í öllu því sem skólinn og samfélagið gerir til að efla lestur og vertu jákvæð/ur gagnvart því.
 • Börn hafa mismunandi áhugamál og strákar stundum önnur en stelpur.
  • Ekki kippa þér upp við það þó barnið vilji bara lesa fræðibækur eða ævisögur stjarna eða íþróttahetja.
 • Vertu lestrarfyrirmynd.
  • Bestu lestrarfyrirmyndirnar eru heima. Mömmur og pabbar – það er ómetanlega mikilvægt að börnin ykkar sjái ykkur lesa.
 • Þeir sem eru sýnilegir eiga að hjálpa.
  • Fjölmiðlar, íþróttafólk, poppstjörnur, leikarar – allir eiga að leggja hönd á plóginn.
 • Þú getur hjálpað!
  • Dreifðu þessari grein til annarra (með því að smella á „Like“ eða sendu hana í tölvupósti).
  • Ræddu málið við fólk í kringum þig.
  • Ræddu málið við þá sem hafa vald til að gera eitthvað í málinu (yfirvöld, skólayfirvöld o.s.frv.).

Síðast en ekki síst – farðu núna strax og veldu bók handa barninu þínu, það er eitt af því mikilvægasta sem þú getur gefið því.

Greinin er lauslega þýdd (og staðfærð) frá grein sem birtist 23. Mars 2012 hjá Newsmax (Author James Patterson’s 10 Principles for Encouraging Children to Read ).

Tíu ráð rithöfundarins James Pattersons til að hvetja börn til lestrar