Rökkurhæðir ÓfriðurKæri kennari.

Bókabeitan hefur látið gera verkefnapakka fyrir bókina Ófriður, sem er 4. bókin í flokknum um krakkana í Rökkurhæðum. Hver bók er sjálfstæð og þurfa nemendur því ekki að kannast við fyrri bækur til að njóta sögunnar. Ófriður varð fyrir valinu til námsefnisgerðar því hún hentar sérlega vel fyrir bæði kynin, aðalpersónurnar eru tvær og eru báðir sögumenn bókarinnar; Matthías og Ingibjörg. Bókin hentar vel fyrir nemendur í unglingadeild, mögulega einnig fyrir nemendur í 7. bekk, meti kennari sem svo að sagan sé ekki of ógnvænleg.

Höfundur verkefnapakkans er Ása Marin; grunnskólakennari, ljóðskáld og rithöfundur. Verkefnapakkinn miðar við að bókinni sé skipt upp í fjóra lestraskammta. Því er einfalt að leggja bókina fyrir sem eins mánaðar verkefni. Eftir hvern lestrasprett leysa nemendur verkefni. Í öllum fjórum verkefnahlutunum er að finna lesskilningsverkefni og orðarýni. Verkefni sem snúa að ritun, upplýsingasöfnun, málfræði og sköpun leynast inn á milli. Eitt verkefni í 3. hluta er hópverkefni en annars ættu nemendur að geta unnið verkefnin sjálfstætt og jafnvel sem heimalærdóm.

Í lok bókar er hópverkefni. Hægt er að bæta framsögn við það verkefni með því að láta hvern hóp koma upp og segja frá sínu verkefni. Hver og einn í hópnum myndi segja frá þeim verkefnum sem hann kom nálægt og lesa jafnvel upp eitt ritunarverkefni (t.d. hækuna, rökfærsluritunina eða persónulýsinguna) og sýna myndverk. Eins er hægt að bæta jafningamati við hópvinnuna.

Bækurnar fást hjá Bókabeitunni og verkefnapakkinn fylgir með ef keyptar eru 5 bækur eða fleiri.

Fjöldi Verð per eintak
5-15    stk. 1350
15-30  stk. 1125
31+     stk. 900

(ATH: Verð eru án vsk.).

Allar nánari upplýsingar gefur Birgitta í síma 588 6609 eða gegnum netfangið birgitta@bokabeitan.is

Sýnishorn:

Ofridur_synishornOfridur_synishorn2