Langelstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur.

Áður var Rögnvaldur langelstur í bekknum en nú hafa hlutverkin snúist við og Eyja er orðin langyngst á dvalarheimilinu með tilheyrandi gríni og glensi. Eftir skemmtilegan skólavetur eru vinirnir Eyja og Rögnvaldur komin í sumarfrí! Þegar hinn háaldraði Rögnvaldur flytur á dvalarheimili fær Eyja að fylgja honum á meðan foreldrar hennar eru fastir í vinnu.

Bókina prýða hennar dásamlegu myndir, litprentaðar, og uppsetningin miðar að þörfum þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á lestrarbrautinni. Bókin hentar vel til upplestrar fyrir yngstu bekki grunnskóla.

Til að bóka upplestur hjá Bergrúnu má hafa samband beint við hana gegnum netfangið bergruniris@gmail.com eða í síma 6981985.

Úlfur og Edda: Drottningin eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur

Æsispennandi fjölskyldusaga

Úlfur og Edda eru staðráðin í að fara aldrei aftur til goðheima. Þrátt fyrir það lenda stjúpsystkinin óvænt í Svartálfaheimi og þurfa enn og aftur að finna leiðina heim. Ferðalag þeirra ber þau á slóðir Ægis, Ránar og Miðgarðsormsins en erkióvinur barnanna sjálfur Loki lævísi kemur einnig við sögu. Drottningin er sjálfstætt framhald fyrri bóka um stjúpsystkinin en er einnig lokabókin í þessum frábæra þríleik.

Kristín Ragna hefur haldið margskonar listasmiðjur fyrir börn og unglinga. Hún getur komið í skóla og lesið upp úr bókinni Úlfur og Edda og í beinu framhaldi stjórnað kortagerðarsmiðju. Börnin fá þá að skapa hugarlendur sem síðan geta orðið kveikjan að eigin sagnagerð. Bókin Úlfur og Edda hentar vel í upplestur fyrir 3. – 6.bekk. Til að bóka upplestur hjá Kristínu má senda henni tölvupóst í netfangið krg@krg.is eða hringja í síma 8940205

 

Draumurinn eftir Hjalta Halldórsson

Atvikið sem breytti lífi mínu átti sér stað viku áður en Íslandsmótið í 4. flokki hófst. Refsingin virtist í fyrstu alveg hræðileg og gera endanlega út um drauminn … en reyndist síðan það besta sem hefur komið fyrir mig. Alveg þangað til ég ákvað að hætta í fótbolta.

Draumurinn er önnur bók Hjalta Halldórssonar sem gaf frá sér Af hverju ég? sem hlaut frábærar viðtökur.

Draumurinn hentar vel í upplestur fyrir 3.-8. bekk. Til að panta upplestur hjá Hjalta má hafa samband við hann í síma 6917223 eða senda honum tölvupóst í netfangið hhalld3@gmail.com.

 

Jólasveinarannsóknin eftir Benný Sif Ísleifsdóttur

Dagana þrettán fyrir jól sefur Baldur álíka lítið og gamlir afar. Hann er nefnilega andvaka af spenningi yfir fjallabræðrunum þrettán og hreinlega að missa sig af tilhlökkun. Þrettán dagar til jóla! Þrettán jólasveinar í röð! Þrettán skógjafir! Þrettán góðar ástæður til að missa sig af spenningi! (Segiði svo að þrettán sé óhappatala …)

Þetta vökustand á Baldri mun sannarlega ekki breytast í ár – það er alveg ábyggilegt – því Baldur og vinir hans, Elías og Hjörtur, fengu frábæra hugmynd. Þeir ætla að gera rannsókn með yfirskriftinni: Eru jólasveinar til í alvörunni?

Jólasveinarannsóknin hentar vel til upplestrar fyrir 4.-7. bekk. Til að panta upplestur hjá Benný má hafa samband í síma 665-8912 eða senda tölvupóst á bennysif@gmail.com.

 

Bækur úr Ljósaseríunni:

Ljósaseríunni tilheyra bækur sem eru sniðnar að þörfum nýrra lesenda og kjörnar fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri. Bækurnar eru misþungar en eru allar myndskreyttar og hafa þægilegt letur og rúmt línubil. Þessar bækur henta vel fyrir 1.-5. bekki og fyrir þá sem hafa gaman af skemmtilegum sögum í aðgengilegri uppsetningu.

Afi sterki eftir J. K. Kolsöe

Afi sterki hefur krafta í kögglunum og ráð undir rifi hverju. Bækurnar um Afa sterka hafa vakið mikla lukku hjá ungum og eldri lesendum. Nú fara þeir langfeðgar á Bedfordinum að Kleifarvatni með viðkomu í Strandakirkju.
Við Kleifarvatn vakna þeir upp við vondan draum. Getur verið að allar þjóðsögurnar séu sannar? Að það séu ekki bara skessur í Þrengslunum, nykur í Hlíðarvatni heldur líka skrímsli í Kleifarvatni?

Til að bóka upplestur hjá Jennýju má hafa samband beint við hana í netfangið jenny.kolsoe@gmail.com eða í síma 7874488

 

Korkusögur eftir Ásrúnu og Sigríði Magnúsdætur

Korka er með sítt ljóst hár og stór blá augu. Sumir segja að hún sé algjör fyrirmyndarstúlka en foreldrar hennar vita betur. Korka er nefnilega algjör prakkarakringla sem ræður stundum ekkert við fjörið innra með sér og hefur lag á því að koma sér í vandræði. Það er samt sjaldnast henni að kenna, það gerist bara alveg óvart.

Til að bóka Ásrúnu í upplestur er best að hafa samband beint í netfangið asrunaem@gmail.com eða síma 846-1973

 

Pétur og Halla við hliðina – Útilegan eftir Ingibjörgu Valsdóttur. Myndskreytt af Auði Ýri.

Nágrannarnir Pétur og Halla eru góðir vinir þótt Höllu finnist best að vera á fleygiferð en Pétur vilji heldur vera í rólegheitum. Þau fá leyfi til að fara ein í útilegu og þar gerast fyndnir, óvæntir og líka ægilegir atburðir.

Til að bóka upplestur hjá Ingibjörgu er best að hafa samband í netfangið skeljatangi@hotmail.com eða hringja í síma 6920270.

 

Tinna trítlimús eftir Aðalstein Stefánsson

Tinna trítlimús er hugrakkasta músastelpan í Heiðmörk. Hún lendir í æsilegu ævintýri með besta vini sínum, Kola kanínustrák, þegar þau leggja í hættulegan leiðangur til að sækja lyfjagras handa veikri ömmu Tinnu. Tinna og Koli verða að nýta allt sitt hugrekki til að bjarga lífi sínu og komast heim til ömmu.

Ingi Jensson myndskreytti.

Til að bóka upplestur hjá Aðalsteini er best að hafa samband í netfangið adalstef@internet.is eða í síma 8917350