Töfraland – Bókabeitan gefur út marga titla sem henta fyrir yngsta skólastigið. Höfundar okkar hafa verið duglegir að kíkja við í leikskólum og bókasöfnum með bækur sínar.

Eftirtaldar bækur teljum við að henti sérstaklega vel fyrir leikskólabörn og yngstu bekki grunnskóla:

Ég hlakka til eftir Ragnheiði Gestsdóttur

Þessi dásamlega bók er hugsuð til samlestrar og spjalls fyrir börn og fullorðna. Einfaldur textinn leynir á sér, því með aðstoð hans má kveikja umhugsun og umræður um óskir, drauma og tilhlökkun. Myndirnar eru litríkar og einfaldar og vísa í umhverfi barnanna.

Bókin er tvöföld, annars vegar Ég hlakka til og ef henni er snúið við ber hún titilinn Mig langar.

Til að bóka upplestur hjá Ragnheiði er best að hafa samband beint við hana í netfangið goag@mi.is eða í síma 8918503.

 

 

Elstur í bekknum eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur.

Það getur verið dálítið skrítið að byrja í nýjum skóla þar sem maður
þekkir engan. En það er eiginlega stórfurðulegt þegar níutíu og sex ára
gamall karl sest við hliðina á manni og enginn kippir sér upp við það!
Fljótlega verða bekkjarfélagarnir Eyja og Rögnvaldur ágætis vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Þegar Eyja kemst að leyndarmáli Rögnvaldar gera þau með sér samning en tekst Eyju að standa við hann?

(lang) Elstur í bekknum er fyrsta skáldsaga Bergrúnar í fullri lengd.  Bókin prýða dásamlegar litmyndir Bergrúnar og uppsetningin miðar að þörfum þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á lestrarbrautinni.

Til að bóka upplestur hjá Bergrúnu er best að hafa samband beint við hana gegnum netfangið bergruniris@gmail.com eða í síma 6981985.

amma_2_3d_smaller afi_1_3d_smaller

Amma óþekka og Afi sterki eftir J. K. Kolsöe

Afi sterki hefur krafta í kögglunum og ráð undir rifi hverju og Amma óþekka gerir það sem hún vill – þegar hún vill!

Bækurnar um Ömmu óþekku og Afa sterka eru hluti af Ljósaseríunni. Í Ljósaseríunni eru bækur sem eru sniðnar að þörfum nýrra lesenda og kjörnar fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.

 

Til að bóka upplestur hjá Jennýju er best að hafa samband beint við hana í netfangið jenny.kolsoe@gmail.com