Hún geysist inn í húsið, titrandi svo af kulda og geðshræringu að erfitt er að skilja hvað hún segir:

— Það er barn í kjallaranum!

Forstöðukonan og sálfræðingurinn líta hvor á aðra. Er hún að tala um sjálfa sig? Er hún loks að rjúfa þögnina?

Barnaverndarnefnd hefur fjarlægt Margréti af heimili sínu vegna vanrækslu og komið henni fyrir á heimili fyrir ungmenni í afskekktri sveit. Þegar hún uppgötvar hvað er að gerast í húsinu hinum megin við hæðina halda starfsmenn barnaverndarnefndar að hún sé að loksins að opna sig, að hún sé að vísa í eigin lífsreynslu.

Því það býr ekkert barn í nágrenninu. En Margrét veit hvað hún sá. Það eina sem hún þarf er einhver sem trúir henni!

Úr myrkrinu er fyrsta spennusaga Ragnheiðar Gestsdóttur sem hefur áður gefið út margverðlaunaðar bækur fyrir börn og unglinga.

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2