Í samvinnu við Karl Ólafsson gefur Bókabeitan út ljóðabókina Af kynjum og víddum … og loftbólum andans eftir Pétur Örn Björnsson.Af kynjum og víddum

Í ljóðabókinni Af kynjum og víddum … og loftbólum andans flæða yrkisefnin milli himins og jarðar, frá fortíð til nútíðar. Allt frá unglingsárum hefur Pétur Örn fengist við ljóðaskrif og samhliða námi í menntaskóla og síðar bókmenntafræði skrifaði hann mikið af ljóðum og birtust nokkur þeirra í blöðum og tímaritum. Ljóðaskrifin urðu strjálli með árunum en í kjölfar hrunsins haustið 2008 hófust þau aftur af fullum krafti. Nú, fimm árum síðar, fannst Pétri mál til komið að taka fyrsta þversnið í þann mikla ljóðahaug sem safnast hefur upp í gegnum árin og setja saman í bókarform.

Bókin er fáanleg í eftirfarandi vefverslunum og svo hjá öllum betri bóksölum: