Björn Daníelsson (1920-1974) var skólastjóri á Sauðárkróki á árunum 1952-1974 og umhugað um lestrarnám nemenda sinna. Auk blaðagreina, útvarpsefnis og ljóðabókar skrifaði hann nokkrar bækur ætlaðar byrjendum í lestri þar sem áherslan var lögð á einfalt mál og stutt og auðskilin orð.

Bókabeitan, í samvinnu við fjölskyldu og vini Björns, hefur nú ráðist í að endurútgefa þrjár af bókum Björns sem ætlaðar eru börnum.

Puti_i_kexinu

Puti í kexinu kom fyrst út hjá Iðunni árið 1964. Þar segir amma söguna af Puta sem var svo lítill af því að hann borðaði ekki matinn sinn og svo óþekkur að enginn vildi vera vinur hans. Eftir uppákomu í búðinni ákveður hann að snúa við blaðinu.

Sagan er prýdd fjölda mynda eftir Sigrid Valtingojer líkt og upprunalega útgáfan.

 

Strandid_i_anniStrandið í ánni kom fyrst út hjá Iðunni árið 1968. Ari fer með foreldrum sínum í heimsókn til ömmu og afa í sveitinni og fær að bjóða Önnu, vinkonu sinni, með. Þau lenda í hremmingum á leiðinni en sem betur fer kemur afi til bjargar á traktornum.

Sagan er prýdd fjölda mynda eftir Sigrid Valtingojer líkt og upprunalega útgáfan.

 

KrummahollinKrummahöllin var fyrst gefin út árið 1949 og aftur af Æskunni árið 1968. Í þessari undurfallegu bók segir Bjössi lesandanum sögu ömmu sinnar af því hvers vegna krumminn varð svartur. Sagan á fullt erindi til barna enn þann dag í dag.

Bókin er prýdd fallegum myndum eftir Lindu Ólafsdóttur.

 

Bækurnar eru fáanlegar í eftirfarandi vefverslunum og svo hjá öllum betri bóksölum: