Bókabeitan kynnir með monti nýjan bókaflokk; Grimmsystur eftir Michael Buckley. Flokkurinn fjallar um systurnar Sabrínu og Dagnýju Grimm.

Systurnar Sabrína og Dagný Grimm hafa þvælst á milli fósturfjölskyldna og munaðarleysingjahælisins undanfarna mánuði eða allt frá því foreldrar þeirra hurfu á dularfullan og óútskýrðan hátt.

Nú búa þær hjá Reldu ömmu í Álftavík í New York-fylki innan um alls kyns ævintýraverur sem flest okkar telja að eigi aðeins heima á blaðsíðum ævintýrabálka og þjóðsagna. Amma segir að þær séu beinir afkomendur Grimmsbræðira og að þeirra hlutverk sé að gerast ævintýraspæjarar eins og aðrir meðlimir fjölskyldunnar. Það þýðir að þær eiga að sjá til þess að ævintýraverurnar búi í sátt og samlyndi meðal mannfólksins þrátt fyrir að komast hvergi úr þessum litla bæ.

Út eru komnar bækurnar:

Grimms2_

 

 

 

 

 

 

 

Bækurnar eru fáanlegar í eftirfarandi vefverslunum og svo hjá öllum betri bóksölum: