Seiðfólkið eftir Jo Salmson er fjögurra bóka flokkur sem hefur notið mikilla vinsælda í útgáfulandinu Svíþjóð og hinum Norðurlöndunum. Það er því með stolti sem Bókabeitan kynnir þessar bækur fyrir íslenskum lesendum.

Bækurnar fjalla um þrjá vini – Arel, Enós og Sól – sem alast upp við ólíkar aðstæður en eru samt bestu vinir.

Bókaflokkurinn er þýddur af Önnu R. Ingólfsdóttur. Bækurnar henta vel fyrir lesendur á aldrinum 7-12 ára.

Höfundar bókanna Jo Salmson og Natalia Batista hlutu Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókaflokkinn.

Seiðfólkið 1: Leyndarmálið
Seiðfólkið 1: Leyndarmálið
Flóttinn
Seiðfólkið 2: Flóttinn
Seiðfólkið 3: Töframáttur
Seiðfólkið 3: Töframáttur
Seiðfólkið 4: Fólkið sem hvarf
Seiðfólkið 4: Fólkið sem hvarf

 

 

 

 

 

 

 

Bækurnar eru fáanlegar í eftirfarandi vefverslunum og svo hjá öllum betri bóksölum:

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2

 

 

Seiðfólkið 1: Leyndarmálið
Hvað ef þú kæmist að því að þú ert ekki sá sem þú heldur …

Arel er í herþjálfun.
Enó er kominn af kaupmönnum.
Sól elst upp hjá eldabuskunni.

Þau eru vinir – en enginn má vita það

Þegar þau uppgötva hræðilegt leyndarmál breytist allt. Geta þau haldið áfram að vera vinir?

Seiðfólkið 2: Flóttinn
Hvað ef þú ert einn af óvinunum?

Sól hefur loksins komist að því hver hún er.
Hún tilheyrir Seiðfólkinu! Hún var bara ungbarn þegar Kíana hershöfðingi rændi henni. Nú neyðist Sól til að flýja því líf hennar liggur við.

Getur Arel hjálpað vinkonu sinni þrátt fyrir að Kíana sé náfrænka hans?

Seiðfólkið 3: Töframáttur
Hvað ef þú býrð yfir hættulegum eiginleika?

Seiðfólkið í norðri býr yfir töframætti. Þýðir það að Sól geti einnig beitt töfrum?

Sól er ekki viss en Enó er forvitinn. Arel vill ekkert vita. Töframátturinn hræðir hann meira en nokkuð annað.

Seiðfólkið 4: Fólkið sem hvarf
Vinátta getur sigrað allt!

Sól og Úlfur. Arel og Enó. Í sameiningu hafa þau ákveðið að það verði að stöðva stríðið sem er yfirvofandi.

En hvernig fá þau fullorðna fólkið til að hlusta?

Þetta er lokabókin í þessum vandaða bókaflokki.