Töfraland hefur gefið út tvær bækur um vinina Bellu og Benna eftir Richard Byrne.
Bókin borðaði hundinn minn

Þegar hundurinn hennar Bellu hverfur ofan í kjölinn á bókinni þarf hún aðstoð við að finna hann aftur. En þegar aðstoðarfólkið hverfur líka þarf Bella að leita óhefðbundinna leiða til að bjarga málunum. Hún endar með að leita til lesandans! Bókin er hnyttin og skemmtileg fyrir börn og fullorðna.

 

 

 

 

Við erum í rangri bók!Bella og Benni fara í pokahlaup sem endar með ósköpum. Þau detta út af síðunni sinni og enda á ókunnum slóðum. Þar getur að líta alls kyns furður og ranghala og Bella og Benni lenda í æsispennandi ævintýrum þegar þau reyna að komast aftur í sína eigin bók.

 

 

Bækurnar eru fáanlegar í eftirfarandi vefverslunum og svo hjá öllum betri bóksölum:

5