Saga um nótt

Texti eftir Evu Einarsdóttur

Myndir eftir Lóu H. Hjálmtýsdóttur

SagaumNott

„Myrkrið og nóttin eru full af ævintýrum!“

Falleg saga eftir Evu Einarsdóttur um Sögu litlu sem er hrædd við nóttina og vill ekki fara að sofa. Mamma leiðir hana inn í draumaheiminn með frásögn um öll ævintýrin sem gerast í myrkrinu og á nóttunni.

Listilegar myndir Lóu Hjálmtýsdóttur gæða ævintýrið lífi og gætu eflaust hjálpað fleiri börnum en Sögu litlu að koma sér í ró fyrir svefninn.

Saga um nóttSaga um nótt er fyrsta bók Evu Einarsdóttur. Hugmyndina fékk hún þegar dóttir hennar var á öðru ári og vildi ekki fara að sofa því hún var svo hrædd við myrkrið og nóttina. Eva sagði henni að ekkert væri að hræðast í myrkrinu og fór svo að segja henni frá ýmsu fallegu sem gerist á nóttunni. Dótturinni líkaði frásögnin vel og Eva ákvað að setja saman sögu. Að sögn Evu hefði bókin, sem er fyrir yngstu börnin, hefði ekki orðið að veruleika nema fyrir tilstilli Lóu Hlínar sem gaf orðunum og hugmyndunum líf með myndum sínum. Henni finnst mjög mikilvægt að leggja metnað í bækur fyrir yngstu börnin til að efla læsi og áhuga á bókum.

Bókin er fáanleg í eftirfarandi vefverslunum og svo hjá öllum betri bóksölum:

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2