Violet og FinchViolet og Finch eftir Jennifer Niven.
Finch er hugfanginn af dauðanum en þráir eitthvað sem er þess virði að lifa fyrir. Violet lifir fyrir framtíðina og telur dagana þar til skólanum lýkur svo hún geti stungið af frá smábæjarlífinu og sárum minningum.
Violet og Finch hittast á brúninni á klukkuturni skólans en þaðan er margra hæða fall til jarðar. Þegar þau eru komin niður af syllunni, heil á húfi, er óljóst hver bjargaði hverjum.

Bókin heitir á frummálinu All the bright places og hefur verið þýdd á tæplega 40 tungumál.ABP
4.2 stjörnur á Goodreads
4.6 stjörnur á Amazon
“The two main characters are incredibly detailed and the plot is unique and quirky. Pick it up as soon as you can!” (The Guardian)

Búið er að ráða Elle Fanning til að leika Violet í væntanlegri kvikmynd eftir bókinni. Enn hefur ekki verið ráðið í hlutverk Theodore Finch.

Bækurnar eru fáanlegar í eftirfarandi vefverslunum og svo hjá öllum betri bóksölum:

EymundssonHeimkaup logo PNGBMMforlagid2

 

 

Hér er sýnishorn úr bókinni: