vokumadurinnSmallRökkurhæðir 6: Vökumaðurinn

Þetta er sjötta og næstsíðasta staka bókin í bókaflokknum.

Pétur Kristinn er nýfluttur í gamla húsið við Kirkjulund 1. Aðeins eru nokkrar vikur síðan þar áttu sér stað hræðilegir atburðir en Pétur Kristinn er viss um að þar sé ekkert illt á sveimi. Þar til hann rekur augun í dularfullar verur sem eru að baksa í garðinum hans, garðinum sem liggur upp að kirkjugarðinum.

Pétur, Elli ofurhugi og Vigdís snúa bökum saman en fá líka hjálp úr óvæntri átt. Enda er málið stærra en þau hefði órað fyrir.

 

Bækurnar eru fáanlegar í eftirfarandi vefverslunum og svo hjá öllum betri bóksölum:

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMM