• Í Gunnarshúsi í gær voru afhentar Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi. Bókabeitan er virkilega stolt af því að hafa unnið með þremur af þeim listamönnum sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni.
  •  
    Þorgrímur Þráinsson, Eva Einarsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen
  • Eva Einarsdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Bók Evu og Lóu Hlínar, Saga um nótt er hugljúf saga með ævintýralegum myndum, þar sem myrkrið hættir að vekja ótta og nóttin breytist fyrir augum lesenda í undraveröld.
  • Linda Ólafsdóttir. Myndir Lindu prýða margar bækur sem eru gefnar út beggja vegna Atlantshafsins. Myndir hennar eru unnar af fagmennsku og næmri þekkingu á listforminu, einfaldar og flóknar í senn.
  • Linda myndskreytti meðal annars Krummahöllina eftir Björn Daníelsson sem Bókabeitan gaf út í febrúar á þessu ári.
  • Við óskum Evu og Lóu Hlín til hamingju með þessa viðurkenningu fyrir Sögu um nótt. Og Lindu fyrir viðurkenningu fyrir myndirnar sínar sem við getum vottað að eru einstaklega fagmannlega unnar og fallegar.

Til hamingju!

Vorvindar