Dvergurinn frá Normandí

3.890 kr

Fjórar ungar stúlkur sitja við útsaum undir leiðsögn fanga og dvergs. Sagan gerist í klaustri á Englandi og notar höfundur Bayeux-refilinn til að flétta saman sögur af saumastúlkunum fjórum og frásögn af sannsögulegum atburðum sem enduðu í mannskæðri orrustu við Hastings, syðst í Englandi, árið 1066. Þannig veitir hann innsýn í mikilvægan kafla í Evrópusögunni, fjallar um tíðarandann, valdabaráttu höfðingjanna og kirkjunnar manna, og afleiðingar stríðsins á líf fólksins í landinu.

Sannir örlagaatburðir eru listilega ofnir inn í lifandi frásögn um vaknandi meðvitund unglinganna um ástina og illsku mannanna, sögu sem þó á sér óvænt endalok.

Lars-Henrik Olsen, líffræðingur og rithöfundur, er þekktur fyrir unglingabækur sem hann byggir á sögulegum atburðum. Auk þess hefur hann gefið út skáldverk fyrir fullorðna og ýmis rit um náttúruna. Dvergurinn frá Normandí hlaut á sínum tíma barnabókaverðlaun skólabókasafna í Danmörku og kemur nú út í fyrsta skipti í þýðingu Steinunnar Jónu Sveinsdóttur.

Höfundur: Lars-Henrik Olsen
Þýðandi: Steinunn Jóna Sveinsdóttir
Blaðsíðufjöldi: 398