Um okkur

Bókabeitan – fyrir alla unga sem aldna

Birgitta Elín Hassell

  

Bókabeitan var stofnuð árið 2011 af Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur. Í upphafi lagði Bókabeitan áherslu á útgáfu bóka fyrir unglinga og ungmenni. Þegar bókaútgáfan óx og dafnaði jókst flóran og í dag eru gefnar út bækur fyrir alla aldurshópa.  Mikið er lagt upp úr vönduðu efni sem er jafnframt spennandi, fyndið og/eða áhugavert. Bókabeitan hefur einnig tekið að sér ýmis sérverkefni þ.m.t. endurútgáfur og útgáfu ljóðabóka.

Bókabeitan gefur út vandaðar bækur undir þrem merkjum:

Töfraland – bækur fyrir yngstu lesendurna
Bókabeitan – skáldsögur fyrir börn og unglinga
Björt bókaútgáfa – ungmennabækur, skáldsögur og handbækur