Bókabeitan
Bókabeitan er bókaútgáfa sem gefur út barna- og unglingabækur og vel valdar fullorðinsbækur. Bókabeitan gefur út vandaðar, skemmtilegar og umhverfisvænar bækur. Allir geta fundið bók við sitt hæfi!
Bókabeitan er bókaútgáfa sem gefur út barna- og unglingabækur og vel valdar fullorðinsbækur. Bókabeitan gefur út vandaðar, skemmtilegar og umhverfisvænar bækur. Allir geta fundið bók við sitt hæfi!
Bronsharpan: Dulstafir - bók 2
Þarna var hún!
Á upphækkuðum palli var skjannahvít stytta af konu. Hún sat á lágum kolli með bronslita hörpu í fanginu. Roðagullið bronsið var áberandi í marmarahöndunum og það glampaði á hljóðfærið í sólskininu. Elísa nálgaðist listaverkið, gjörsamlega hugfangin. Umhverfis styttuna var lágt grindverk. Á því hékk þunn steinplata með áletruninni:
Belinda og harpan.
Nýr andstæðingur. Nýir bandamenn. Meiri máttur.
Rúmu ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa skyndilega stödd í ókunnum heimi. Þar kynnist hún fjórum ungmennum sem hafa svipaða krafta og hún. Gæslumenn grunnefnanna hafa verið kallaðir saman til að bjarga deyjandi heimi. En tekst þeim ætlunarverk sitt?
Kristín Björg Sigurvinsdóttir útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2018 en ákvað svo að elta gamlan draum. Dóttir hafsins var hennar fyrsta skáldsaga og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2020. Bronsharpan er önnur bókin í bókaflokknum Dulstafir.
Dulstafir, bók 1: Dóttir hafsins var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020.
Marta og Birgitta stofnuðu Bókabeituna árið 2011 sem hefur frá upphafi verið drifin áfram af þeirri hugsjón að búa til skemmtilegar og vandaðar bækur fyrir börn og unglinga.
Bókabeitan lætur útbúa kennsluefni með fjölmörgum bókum sem gefnar eru út, öllum að kostnaðarlausu.
Síðan 2019 hafa allar útgefnar bækur Bókabeitunnar verið svansvottaðar. Það þýðir að allar prentsmiðjurnar sem prenta bækur Bókabeitunnar starfa samkvæmt ströngum viðmiðunarreglum Svanmerkisins og prenta m.a. bækur á umhverfisvænan pappír.
Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og tekur mið af framleiðslu og lífsferli vöru og þjónustu. Svansvottaðar vörur eru betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Við flokkum, plöstum ekki bækur og keyrum bækurnar í verslanir á rafbíl.
Bókabúð Bókabeitunnar er í Síðumúla 31, gengið inn bakatil.
Komdu og skoðaðu úrvalið og fáðu bækur á góðu verði.
Opið mán - fim kl 10.00 - 14.00.
Fáðu send tilboð á bókum, upplýsingar um væntanlegar bækur og allskonar fróðleik!