Bækur í sátt við umhverfið

Við viljum að starfsemin okkar sé í sátt við umhverfið og náttúruna. Síðan 2019 hafa allar útgefnar bækur Bókabeitunnar verið svansvottaðar. Það þýðir að allar prentsmiðjurnar sem prenta bækur Bókabeitunnar starfa samkvæmt ströngum viðmiðunarreglum Svanmerkisins og prenta m.a. bækur á umhverfisvænan pappír.

Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og tekur mið af framleiðslu og lífsferli vöru og þjónustu. Svansvottaðar vörur eru betri fyrir umhverfið og heilsuna. 

Við flokkum, plöstum ekki bækur og keyrum bækurnar í verslanir á rafbíl. 

Hafðu samband við okkur

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar? 

Við viljum heyra frá þér!

Sendu okkur tölvupóst á netfangið bokabeitan@bokabeitan.is eða hringdu í 588 6609.