Bækur eru bestar!

...eða það finnst okkur allavega!

Bekkurinn minn

Lestu allar bækurnar í bókaflokknum

Stúfur fer í sumarfrí

Stúfur lendir í fjörugum ævintýrum á sólarströnd.

Bókabeitan

Bókabeitan er bókaútgáfa sem gefur út barna- og unglingabækur og vel valdar fullorðinsbækur. Bókabeitan gefur út vandaðar, skemmtilegar og umhverfisvænar bækur. Allir geta fundið bók við sitt hæfi!

Höfundarnir okkar

Kristín Björg Sigurvinsdóttir

Bókaútgáfa með hjarta

Töfraheimur barnabókanna

Marta og Birgitta stofnuðu Bókabeituna árið 2011 sem hefur frá upphafi verið drifin áfram af þeirri hugsjón að búa til skemmtilegar og vandaðar bækur fyrir börn og unglinga.

Fræðsla og fróðleikur

Kennsluefni

Bókabeitan lætur útbúa kennsluefni með fjölmörgum bókum sem gefnar eru út, öllum að kostnaðarlausu.

Umhverfisvæn framleiðsla

Bækur í sátt við umhverfið

Síðan 2019 hafa allar útgefnar bækur Bókabeitunnar verið svansvottaðar. Það þýðir að allar prentsmiðjurnar sem prenta bækur Bókabeitunnar starfa samkvæmt ströngum viðmiðunarreglum Svanmerkisins og prenta m.a. bækur á umhverfisvænan pappír.

Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og tekur mið af framleiðslu og lífsferli vöru og þjónustu. Svansvottaðar vörur eru betri fyrir umhverfið og heilsuna. 

Við flokkum, plöstum ekki bækur og keyrum bækurnar í verslanir á rafbíl. 

Verslaðu beint frá býli

Bókabúð Bókabeitunnar

Bókabúð Bókabeitunnar er í Síðumúla 31, gengið inn bakatil.

Komdu og skoðaðu úrvalið og fáðu bækur á góðu verði.

Opið mán - fim kl 10.00 - 14.00.