Bókabeitan
Bókabeitan er bókaútgáfa sem gefur út barna- og unglingabækur og vel valdar fullorðinsbækur. Bókabeitan gefur út vandaðar, skemmtilegar og umhverfisvænar bækur. Allir geta fundið bók við sitt hæfi!
Bókabeitan er bókaútgáfa sem gefur út barna- og unglingabækur og vel valdar fullorðinsbækur. Bókabeitan gefur út vandaðar, skemmtilegar og umhverfisvænar bækur. Allir geta fundið bók við sitt hæfi!
Krakkarnir í BÖ-bekknum eru að jafna sig á öllu sem dunið hefur yfir undanfarið og Engilbert kennari var sem betur fer blásaklaus. Vinskapur Óla Steins og Axels er traustur og ekkert getur komið upp á milli þeirra ... eða hvað?
Óvænt afbrýðisemi skýtur upp kollinum og einhver er með hræðileg og háleynileg áform sem munu breyta þessu öllu. Lífshætta steðjar að krökkunum og þau þurfa að glíma við leyndarmál og svik. Enn á ný reynir á samvinnu bekkjarfélaganna og ekki síst þeirra Óla Steins og Axels.
Hver er Beta Max?
Hvaðan komu öll þessi mannabein?
Hvað vakir fyrir Rúti?
- er hægt ad lifa af þegar madur er tekinn sem gísl?
Höfundur mynda og texta: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Marta og Birgitta stofnuðu Bókabeituna árið 2011 sem hefur frá upphafi verið drifin áfram af þeirri hugsjón að búa til skemmtilegar og vandaðar bækur fyrir börn og unglinga.
Bókabeitan lætur útbúa kennsluefni með fjölmörgum bókum sem gefnar eru út, öllum að kostnaðarlausu.
Síðan 2019 hafa allar útgefnar bækur Bókabeitunnar verið svansvottaðar. Það þýðir að allar prentsmiðjurnar sem prenta bækur Bókabeitunnar starfa samkvæmt ströngum viðmiðunarreglum Svanmerkisins og prenta m.a. bækur á umhverfisvænan pappír.
Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og tekur mið af framleiðslu og lífsferli vöru og þjónustu. Svansvottaðar vörur eru betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Við flokkum, plöstum ekki bækur og keyrum bækurnar í verslanir á rafbíl.
Bókabúð Bókabeitunnar er í Síðumúla 31, gengið inn bakatil.
Komdu og skoðaðu úrvalið og fáðu bækur á góðu verði.
Opið mán - fim kl 10.00 - 14.00.
Fáðu send tilboð á bókum, upplýsingar um væntanlegar bækur og allskonar fróðleik!