Rugluskógur

4.290 kr

Er eitthvað ævintýralegra en að sofa í hengirúmi undir berum himni? Er einhver sem segir að bíll geti ekki líka verið flugvél? Eða að Esjan geti ekki heitið Skuggheimahóll – og að þar búi
skuggaverur sem elska rifrildasúpu?
Sunna og mamma hennar nota ímyndunaraflið þegar þær fara saman í ævintýraferð. Ferðinni er heitið í Rugluskóg en þar þurfa þær að finna töfrastein til að bjarga Reykjavík frá glötun. En töfrasteinar eru vandfundir og ýmislegt fleira leynist í Rugluskógi, eins og Sunna á eftir að komast að.

Höfundur: Elísabet Thoroddsen
Myndhöfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir