Innan múranna - kilja
Ori er hæfileikarík og góðhjörtuð, ballerína af guðs náð. Ori og Vee eru bestu vinkonur – þar til Ori er dæmd í fangelsi fyrir hrottalegan glæp. Vee er líka ballerína, óörugg en yfirgengilega metnaðarfull. Vee hefur lagt allt í sölurnar til að komast að í Juilliard, virtasta listaháskóla í New York – þegar örlögin grípa í taumana. Þrettán ára var Amber send í fangelsi fyrir morðið á ofbeldisfullum stjúpföður. Það sér fyrir endann á afplánuninni – en þá kemur Ori.
Ori er dæmd til vistar í Aurora Hills og verður klefafélagi Amber. Í kjölfarið eiga sér stað óhugnanlegir atburðir sem hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.
Þýðandi: Halla Sverrisdóttir
Blaðsíðufjöldi: 321
Bókin hefur hlotið frábæra dóma:
„Reyndu bara að leggja þessa frá þér!“ Shelf Awareness
„Listilega fléttaður sálfræðitryllir.“ Kirkus Review
„Suma kannar viðkvæmt valdajafnvægið milli hæfileika og meðalmennsku, ríkra og fátækra, hugrekkis og heigulsháttar – og hvað gerist þegar þetta jafnvægi raskast. Að segja meira myndi afhjúpa dásamlega fléttuna. Látum nægja að segja að allar hljóti stúlkurnar makleg málagjöld.“ New York Times
„Orange is the new black swan.“ ***** Amazon