Hjartslátturinn hennar Lóu
Í dag fær Lóa að gera öll sín uppáhalds prakkarastrik – og fyrir því er alveg sérstök ástæða.
Dýralæknirinn sagði nefnilega að nú væri lítið eftir í tímaglasinu hennar. Því fær Lóa heilan dag til að skapa minningar með bestu vinkonu sinni, minningar sem munu lifa eftir að Lóa er farin.
Lilja er sjálfstætt starfandi myndhöfundur, menntuð frá Leeds Arts University. Fyrir myndlýsingu bókarinnar Tumi fer til tunglsins hlaut hún gullverðlaun FÍT í flokki myndrænna frásagna og var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki myndlýsinga.
Kristín lærði klassískan þverflautuleik og rak svo eigin vinnustofu og fatamerki eftir að hún lagði flautuleikinn á hilluna. Síðustu tuttugu ár hefur hún starfað með börnum, sem eru hennar uppáhalds fólk, en Kristín er líka mikil dýravinkona.
Höfundur: Kristín Cardew
Myndhöfundur: Lilja Cardew
Blaðsíðufjöldi: 40